Dagskrá

Vatnslitasmiðja fyrir fullorðna / HönnunarMars 2020

  • 28.6.2020, 14:00 - 16:00, Listasafn Íslands

Mats Gustafson / HönnunarMars 2020

Sunnudaginn 28. júní kl.14-16 verður haldin vatnslitasmiðja fyrir fullorðna í Listasafni Íslands í tengslum við sýninguna Að fanga kjarnann / Mats Gustafson.
ATH: Hámark 12. þátttakendur. Skráning á mennt@listasafn.is

Karlotta Blöndal myndlistarmaður stýrir smiðjunni og ætlar að segja frá verkum Mats, eðli vatnslita og leiða fólk áfram með stuttum vatnslita-æfingum.

Allt efni verður á staðnum, en fólki er heimilt að taka sín eigin áhöld og pappír ef það vill.

Tengiliður dagskrár: Guðrún J. Halldórsdóttir gudrun@listasafn.is