Fræðslustarfsemi


ALMENNIR HÓPAR

Við bjóðum upp á sérsniðnar leiðsagnir fyrir almenna hópa eftir samkomulagi, t.a.m. námskeiðahópa, vina- eða starfsmannahópa og ferðamenn.
Hægt er að panta leiðsögn fyrir hópa og félagasamtök og er þá greitt fyrir leiðsögn samkvæmt gjaldskrá Listasafns Íslands.

Leiðsögn virka daga kr. 26.000 (án aðgangseyris), á opnunartíma um helgar kr. 41.500 (án aðgangseyris).

Leiðsögn utan opnunartíma kr. 72.500 (án aðgangseyris) 25 eða færri gestir. Leiðsögn utan opnunartíma kr. 93.000 (án aðgangseyris), fleiri en 25 gestir.

Táknmálstúlkun er veitt samkvæmt samkomulagi og komið til móts við einstaklinga og hópa fólks með sérþarfir. Aðgengi fyrir hreyfihamlaða er gott.
Sjónleiðsögn fyrir blinda og sjónskerta er veitt samkvæmt samkomulagi.

Upplýsingar í síma 515 9600 / 515 9612 milli kl. 8 - 16 og á netfanginu mennt@listasafn.is

Upplýsingar um sunnudagsleiðsagnir og aðra dagskrá finnur þú hér.


FULLORÐINSFRÆÐSLA

Listasafn Íslands skipuleggur fjölbreytta viðburða- og fræðsludagskrá í tengslum við allar sýningar í safninu svo sem málþing, samtal við listamenn, sýningarstjóra og fræðimenn, fyrirlestra og almennar leiðsagnir. Á dagskrá eru jafnframt fræðslufundir og námskeið um málefni myndlistar og afmarkaða þætti listasögunnar. Viðburðirnir skapa tækifæri fyrir gestina til að nálgast myndlistina á margvíslegan hátt; fræðilegum forsendum eða með óformlegum hætti, bæði í safninu sjálfu og utan þess. Einnig býður safnið upp á leiðsögn og safnaheimsóknir fyrir almenna hópa. Sjá nánar hér.


SKÓLAHÓPAR

Listasafn Íslands býður upp á skemmtilega möguleika í safnafræðslu með mismunandi efnisnálgun fyrir nemendur af öllum skólastigum, skólunum að kostnaðarlausu. Tekið er mið af aðalnámskrá grunn- og framhaldsskóla þar sem það á við. Tekið er á móti nemendum grunn- og framhaldsskóla, auk háskóla og börnum á forskólaaldri, virka daga eftir samkomulagi.

Hópar leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla geta fengið leiðsögn í fylgd safnkennara alla virka daga frá kl. 9:00 – 16:00. Heimsóknin tekur um klukkustund en semja má um lengri heimsókn sé þess óskað. Hámarksfjöldi nemenda í hópi er einn bekkur (um 25 nemendur).

Söfnin þrjú fagna nemendahópum á öllum aldri sem vilja koma í söfnin með eða án leiðsagnar safnakennara. Mælt er með því að hópar sem komi á eigin vegum láti vita af komu sinni.

Vinsamlegast bókið leiðsagnir með góðum fyrirvara á netfangið mennt@listasafn.isKRAKKAKLÚBBURINN KRUMMI

Krakkaklúbburinn Krummi stendur fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í hverjum mánuði þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafns Íslands, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi.

Krakkaklúbburinn Krummi er fyrir börn á öllum aldri!

Með stofnun krakkaklúbbsins vill Listasafn Íslands veita börnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til þess að njóta góðra stunda saman á safninu. Dagskráin er vönduð og öllum er velkomið að taka þátt, sér að kostnaðarlausu.
Hér má finna dagskrá Krakkaklúbbsins Krumma.