Krakkaklúbburinn krummi

Krakkaklúbburinn Krummi stendur fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í hverjum mánuði þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafns Íslands, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi.

Krakkaklúbburinn Krummi er fyrir börn á öllum aldri!

Með stofnun krakkaklúbbsins vill Listasafn Íslands veita börnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til þess að njóta góðra stunda saman á safninu. Dagskráin er vönduð og öllum er velkomið að taka þátt, sér að kostnaðarlausu.


Er hægt að mála með þræði?
5. september kl. 14 - 16

Kíkjum á innsetningu Katrínar Sigurðar dóttur og veljum okkur eitt af fjöllunum úr verkinu. Teiknum, túlkum og málum það með þræði. Skapandi og spennandi aðferð!

Búum til okkar eigin textíllistaverk
19. október kl. 14 - 16

Fáum innblástur frá textíl­listaverkum og búum til okkar eigin listaverk úr þræði. Hér koma þræðir, skapalón og skapandi ímyndunar afl við sögu. Vertu með í skemmtilegri listasmiðju!

Tilraunasmiðja vatnslitanna
10. október og 24. október kl. 14 - 16

Kynnumst töfrum vatnslitanna og málum saman í safninu. Blásum vatnsliti með röri, blöndum ólíkum efnum saman og könnum útkomuna. Komdu og vertu með!


Hrekkjavaka á heimili listamanns
31. október kl 17 - 19

Á safninu verða dularfullar verur á ferli og í rökk rinu má sjá verk Ásgríms Jóns sonar í öðru ljósi. Álfar, tröll og draugar taka á sig skýra mynd og bjóðum við alla í búningum, stóra sem smáa sérstaklega velkomna á Bergstaðastræti 74. Fögnum Hrekkjavökunni saman, sjáumst!

Afmælisboð Bertels
14. nóvember og 28. nóvember kl. 14 - 16 

Hér er á ferðinni leirsmiðja í tilefni af 250 ára afmæli Bertels Thorvaldsen. Kynnumst honum betur og fáum innblástur út frá verkum hans áður en við mótum okkar eigin verk úr leir. Leirum saman í safninu!


Litlu jólin á heimili listamanns
12. desember kl. 14 - 16

Notaleg og jólaleg stund í safni Ásgríms Jónssonar. Búum til okkar eigin jólakort og jóla­ skraut á meðan við hlustum á jólalög og gæðum okkur á safaríkum mandarínum. Njótum aðventunnar saman!


Tengiliðir dagskrár: Guðrún Jóna Halldórsdóttir - gudrun@listasafn.is
og Ragnheiður Vignisdóttir - ragnheidur@listasafn.is


Með Krakkaklúbbnum Krumma vill Listasafn Íslands heiðra Ásgerði Búadóttur myndlistarmann með því að nota skemmtilegar og líflegar klippimyndir úr barnabókinni Rauði hatturinn og krummi eftir Ásgerði, sem innblástur og merki barnastarfsins.