Krakkaklúbburinn krummi

Krakkaklúbburinn Krummi stendur fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í hverjum mánuði þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafns Íslands, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi.

Krakkaklúbburinn Krummi er fyrir börn á öllum aldri!

Með stofnun krakkaklúbbsins vill Listasafn Íslands veita börnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til þess að njóta góðra stunda saman á safninu. Dagskráin er vönduð og öllum er velkomið að taka þátt, sér að kostnaðarlausu.2022 Vor og sumar
Krakkaklúbburinn Krummi
Kl. 14–16


15. janúar
Hjarta, spaði, tígull, lauf!

Sérstæður myndheimur Muggs veitir innblástur og við myndskreytum okkar eigin spil.

5. febrúar og 19. febrúar
Glæðum svarthvítar ljósmyndir lit!

Skoðum verkin á sýningunni Sviðsett augnablik og glæðum svarthvítar ljósmyndir lit.

5. mars og 19. mars
Málum með pastellitum

Undir áhrifum frá verkum Birgis Snæbjörns Birgissonar á sýningunni Í hálfum hljóðum málum við listaverk með pastellitum.

9. apríl og 23. apríl
Sviðsett augnablik

Klippum út okkar eigin myndavél sem við rennum filmum í gegn, myndskreyttum af okkur sjálfum. Föngum augnablikið, eða … sviðsetjum það!

8. maí
Hönnunarmars í Listasafninu okkar

Skemmtileg smiðja þar sem umhverfið í safninu veitir innblástur. Við búum til okkar eigin listaverk og vinnum út frá töfrum marmarans.

11. júní
Vatnslitasmiðja

Í þessari sívinsælu vatnslitasmiðju vinnum við með mannamyndir þar sem listgreinakennari sýnir sérstaka tækni við að gera vatnslitamyndir af fólki.Með Krakkaklúbbnum Krumma vill Listasafn Íslands heiðra Ásgerði Búadóttur myndlistarmann með því að nota skemmtilegar og líflegar klippimyndir úr barnabókinni Rauði hatturinn og krummi eftir Ásgerði, sem innblástur og merki barnastarfsins.