SKÓLAHÓPAR


Heimsókn í Listasafn Íslands

Nemendum á öllum skólastigum er boðið í heimsókn í Listasafn Íslands. Í hverri heimsókn eru sýningar safnsins skoðaðar og nemendur hvattir til að taka þátt í umræðum um myndlist, listamenn, efnisnotkun listamanna og hlutverk Listasafns Íslands.

Markmið heimsóknar

 • Að nemendur kynnist Listasafni Íslands.
 • Að nemendur kynnist hugtökum á borð við: Myndlist, þjóðlistasafn, sýning og safneign.
 • Að nemendur kynnist fjölbreytileika myndlistar í breytilegu formi eftir þeim sýningum sem eru í safninu hverju sinni.

Heimsóknin

Tekið er á móti hópum í anddyri Listasafns Íslands, Fríkirkjuvegi 7. Safnkennari býður nemendur velkomna og fer yfir sögu og hlutverk Listasafns Íslands í stuttu máli. Eftir kynningu á safninu eru sýningar safnsins skoðaðar. Safnkennari hvetur nemendur til að spyrja spurninga og velta ýmsum hugtökum fyrir sér á meðan verkin eru skoðuð. Farið er yfir myndbyggingu, verkferla, listamenn og mismunandi tímabil í listasögunni.

Við tökum vel á móti nemendum á öllum aldri, með eða án leiðsagnar. Á hverju ári eru nokkrar sýningar í safninu. Safnkennarar okkar leitast við að miðla sýningunum til nemenda með tilliti til Aðalnámskrá grunnskólanna.

„Listupplifun opnar farveg til að skoða og meta eigin gildi og viðhorf, á beinan eða óbeinan hátt, út frá margvíslegum leiðum og miðlum. Í listum geta nemendur rýnt í gildi samfélagsins á ólíkum tímum og mismunandi menningarsvæðum og einnig persónuleg gildi, s.s. gagnvart einstaklingum, fjölskyldu, samfélaginu, vinnu og leik, náttúru og umhverfi, fegurð, ljótleika, ofbeldi og ást“ (Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2013, bls. 143).

Hægt er að bóka tíma á mennt@listasafn.is

Hver heimsókn tekur um klukkustund og miðað er við að hópar séu ekki stærri en sem nemur einum bekk, eða um 25 nemendur.

Verið velkomin í heimsókn.


Asgerd-buad-skardrmani-li-3841_1599218481408

Skoðum listþræði saman

Listasafn Íslands, Fríkirkjuvegur 7

Aldur: 4 - 6 ára

Á sýningunni Listþræðir gefst börnum tilefni til að skoða vefnað og þráðlist í íslenskri samtímalist og hvernig listamenn hafa notað þráðinn, þennan fjölbreytta efnivið; spunnið hann, litað, ofið og formað eftir öllum kúnstarinnar reglum. Textíllistin er yfirgripsmikil listgrein með langa sögu og fjölda skilgreindra aðferða sem krefjast einatt mikillar kunnáttu og færni. Í dag ríkir mikil gróska í þráðlistinni, bæði hér á landi og erlendis, og hafa yngri kynslóðir listamanna sýnt þræðinum sem efniviði mikinn áhuga. Endurspeglast það meðal annars í því hvernig mörk listgreina hafa máðst út á síðustu áratugum. Í verkum margra samtímalistamanna má einnig greina tilraunakenndar leiðir og uppbrot á viðteknum aðferðum textíllistar sem sýnir okkur hvernig rótgróin listsköpun getur öðlast nýja vídd.

Markmið heimsóknar

 • Að börnin kynnist hugtökum á borð við safn, sýning, listþræðir.
 • Að börnin kynnist ólíkum aðferðum við gerð textílverka.
 • Að börnin fái tækifæri til þess að ræða um listaverk og tengja þau við umhverfi sitt.

Heimsóknin

Tekið er á móti börnunum í anddyri Listasafns Íslands, Fríkirkjuvegi 7. Byrjað er á að fara úr yfirhöfnum og hengja þær upp. Safnkennari fer yfir reglur safnsins og leiðir hópinn inn í sýningarsal þar sem farið er yfir valin verk á sýningunni Listþræðir. Farið er yfir ólíkar aðferðir og tengingu verka við umhverfi barnanna. Börnin eru hvött til þess að koma með spurningar, ræða um verkin og velta þeim fyrir sér.

Heimsóknin tekur um klukkustund og miðað er við að hópar séu ekki stærri en 25 nemendur.

Hægt er að bóka tíma á mennt@listasafn.is


Asgerd-buad-skardrmani-li-3841_1599218481408

Listþræðir

Listasafn Íslands, Fríkirkjuvegur 7

Aldur: Grunnskóli og framhaldsskóli

Á sýningunni Listþræðir gefst nemendum tilefni til að skoða vefnað og þráðlist í íslenskri samtímalist og þess hvernig listamenn hafa notað þráðinn, þennan fjölbreytta efnivið; spunnið hann, litað, ofið og formað eftir öllum kúnstarinnar reglum. Textíllistin er yfirgripsmikil listgrein með langa sögu og fjölda skilgreindra aðferða sem krefjast einatt mikillar kunnáttu og færni. Í dag ríkir mikil gróska í þráðlistinni, bæði hér á landi og erlendis, og hafa yngri kynslóðir listamanna sýnt þræðinum sem efniviði mikinn áhuga. Endurspeglast það meðal annars í því hvernig mörk listgreina hafa máðst út á síðustu áratugum. Í verkum margra samtímalistamanna má einnig greina tilraunakenndar leiðir og uppbrot á viðteknum aðferðum textíllistar sem sýnir okkur hvernig rótgróin listsköpun getur öðlast nýja vídd.

Markmið heimsóknar

 • Að nemendur kynnist hugtökum á borð við textíllist, vefnaður, þráðlist.
 • Að nemendur auki skilning sinn á aðferðum og efnisnotkun listamanna.
 • Að nemendur kynnist íslenskum textíllistamönnum, allt frá Ásgerði Búadóttur til samtímalistamanna.
 • Að nemendur öðlist þekkingu og skilning á því viðamikla ferli sem á sér stað í listsköpun.

Undirbúningur fyrir heimsókn

Áður en nemendur skoða sýninguna er gott að leggja verkefni fyrir nemendur og biðja þá um að velta fyrir sér hugtökum og verkferlum í textíllist „Hvað eru þræðir?“ „Hvernig vinnum við með mismunandi þræði?“ „Er hægt að finna þræði í okkar nánasta umhverfi?“ Tilgangur með undirbúningnum er að velta fyrir sér möguleikum efniviðsins, verkferlum og hefja hugmyndaferli nemenda áður en þeir skapa sín eigin verk með kennaranum sínum að lokinni heimsókn.

Heimsóknin

Safnkennari tekur á móti nemendum í anddyri Listasafns Íslands, Fríkirkjuvegi 7 og býður þá velkomna í heimsókn. Kynnir safnið í stuttu máli og fer yfir reglur safnsins. Sýningin er í tveimur sölum og leiðir safnkennari hópinn um sýninguna og fjallar um valin verk. Nemendur eru hvattir til að spyrja spurninga og æfa sig í samtali um listsköpun, verkferla og efnisnotkun listamanna. Tengja verkin við umhverfi sitt, sögu og menningu.

Heimsóknin tekur um klukkustund og miðað er við að hópar séu ekki stærri en sem nemur einum bekk, eða um 25 nemendur.

Hægt er að bóka tíma á mennt@listasafn.isSalur-2-kynningarmynd-2_1599218576840

Hvernig söfnum við myndlist?

Listasafn Íslands, Fríkirkjuvegur 7

Aldur: Grunnskóli og framhaldsskóli

Fjársjóður þjóðar / Fyrir opnum tjöldum

Í einum sýningarsal safnsins hefur verið sett upp tímabundin starfsstöð til að hlúa að verkum úr safneign og skrásetja ný verk. Nú gefst því einstakt tækifæri til að kynnast mikilvægum þætti í starfsemi höfuðsafns þjóðarinnar á sviði myndlistar, sem hefur það hlutverk að varðveita myndlistararf þjóðarinnar

Markmið heimsóknar

 • Að nemendur kynnast hugtökum á borð við safneign, varðveisla, ástandskoðun og fyrirbyggjandi forvarsla.
 • Að nemendur öðlist skilning á því viðamiklu ferli sem fer af stað þegar nýtt verk bætist í safneign.
 • Að nemendur öðlist þekkingu á ólíkum listaverkum úr safneign.
 • Að nemendur fái innsýn í störf sérfræðinga safnsins sem annast ástandsskoðun, skráningu, ljósmyndun, fyrirbyggjandi forvörslu og frágangi verka.

Heimsóknin

Tekið er á móti hópum í anddyri Listasafns Íslands, Fríkirkjuvegi 7. Safnkennari býður nemendur velkomna og fer yfir sögu og hlutverk Listasafns Íslands í stuttu máli. Eftir kynningu á safninu er farið inn í sýningarsal númer 2 og farið yfir verkferla við að varðveita myndlistararf þjóðarinnar. Skoðuð verða verk úr safneign, farið yfir verkferla listamanna og nemendur fá að fylgjast með starfsmönnum safnsins að störfum.

Heimsóknin tekur um klukkustund og miðað er við að hópar séu ekki stærri en 15-20 nemendur.

Hægt er að bóka tíma á mennt@listasafn.isSolastalgia

Solastalgia / Gagnaukinn veruleiki


Listasafn Íslands, Fríkirkjuvegur 7

Aldur: Framhaldsskóli

Við bjóðum nemendum á unglingastigi að sjá sýninguna Solastalgia. Sýningin er innsetning í gagnauknum veruleika (AR - augmented reality) eftir alþjóðlegt teymi listamanna úr ýmsum greinum þar sem samtímalist og einstakri hljóðhönnun er teflt saman til að skapa einstaka upplifun.

Nemendurnir eru dulbúnir sem gestir úr óþekktri framtíð og ganga þeir inn í 250 fermetra innsetningu með Hololens 2 höfuðbúnað og kanna jörðina eftir endalok mannkyns. Á meðan nemendurnir ganga um plánetuna þar sem mosi, brak, rústir og steingervingar hafa numið land birtast vofur mannfólks allt í kring og tjá hin gleðiríku, djúpstæðu og grimmu augnablik tilverunnar um alla eilífð.

Áður en nemendur fara inn á sýninguna veltum við fyrir okkur hvað verður um minningar okkar sem við geymum í stafrænu formi (ljósmyndir, myndbönd). Eru allar minningar jafn mikils virði? Hvaða minning er okkur dýrmæt eða jafnvel átakanleg? Geymast minningar um ókomna framtíð?

Markmið heimsóknar

 • Nemendur kynnast hugtökum á borð við Solastalgia, gagnaukinn veruleiki, samtímalist og innsetning.
 • Nemendur kynnist samspili listar og tækni.
 • Nemendur ígrunda og spyrja sig spurninga út frá verkinu.

Heimsóknin

Safnkennari tekur á móti nemendum í anddyri Listasafns Íslands. Fer yfir reglur safnsins og útskýrir fyrirkomulag sýningarinnar. Þá fá nemendur kynningu á Solastalgia og velta fyrir sér spurningum sem safnkennari leggur fyrir þá áður en þeir fara inn á sýninguna. Hver sýning tekur rúmlega 30 mínútur og tekur að hámarki 10 manns inn í einu.

Hver heimsókn tekur um klukkustund og er miðað við 10 manna hópa.

ATH: 13 ára aldurstakmark.

Hægt er að bóka tíma á mennt@listasafn.isHigh Plane VI / Katrín Sigurðardóttir

Listasafn Íslands, Fríkirkjuvegur 7

Aldur: Öll skólastig


Katrín Sigurðardóttir hefur um árabil kannað áhrif skynjunar í margháttuðum innsetningum sínum og verkum. High Plane VI (2001) kallar fram tengsl manna sín á milli og við náttúruna sjálfa. Afstæði stærða og umhverfis er ríkur þáttur í verkum Katrínar og í þessari innsetningu tekst hún á við gamalt og þekkt efni íslenskrar málaralistar, fjöllin og blámann og fjarlægðina – sem og stöðuga nánd listamannsins við íslenska náttúru þó að hann sé jafnvel staddur fjarri föðurlandinu. Verkið vísar einnig til hreinleikans og þess óflekkaða en skírskotar að auki til mismunandi viðmiða og sjónarhorna okkar mannanna eftir því hvert lífsleiðin liggur.

Nemendurnir þurfa að ganga upp stiga til að skoða verkið. Breytileg birta sem að einkennir árstíðir á Íslandi gerir það að verkum að nemendurnir fá notið með ólíkum hætti.

Markmið heimsóknar

 • Nemendur kynnast hugtökum á borð við samtímalist og innsetning.
 • Nemendur kynnist áhrifum skynjunar í listaverkum.
 • Nemendur ígrunda og spyrja sig spurninga út frá verkinu.

Heimsóknin

Safnkennari tekur á móti nemendum í anddyri Listasafns Íslands. Fer yfir reglur safnsins og útskýrir fyrirkomulag sýningarinnar. Þá fá nemendur kynningu á verkinu High Plane VI og velta fyrir sér spurningum sem safnkennari leggur fyrir þá áður en þeir fara inn á sýninguna.


Korriro-asgrimur

Heimili listamanns / Íslenskar þjóðsögur

Safn Ásgríms Jónssonar, Bergstaðastræti 74

Aldur: 4 - 6 ára

Heimsókn á heimili og vinnustofu Ásgríms Jónssonar myndlistarmanns, við Bergstaðastræti 74. Ásgrímur skipar mikilvægan sess í íslenskri listasögu sem brautryðjandi nútímalistar á Íslandi enda oft kallaður „faðir íslenskrar landslagslistar. Á vinnustofunni er sýning á þjóðsagnamyndum listamannsins, sagnararfi sem enn lifir og varpar ljósi á líf fólks í harðbýlu landi fyrr á öldum þar sem náttúruöflin leika stórt hlutverk. Ásgrímur var fyrstur íslenskra listamanna til að myndgera sögurnar en sjálfur ólst hann upp við lestur þeirra.

Markmið heimsóknar

 • Að börnin kynnist hugtökum á borð við: Myndlist, þjóðsögur, sýning og safn.
 • Að börnin nái tengingu við menningararf sinn og íslenska listasögu.
 • Að börnin fái innsýn inn í heim listamanns, heimili hans og vinnustofu.
 • Að börnin fái innblástur út frá verkum listamanns til að skapa sitt eigið verk.

Heimsóknin

Tekið er á móti hópnum við Bergstaðastræti 74. Börnin hengja fötin sín upp og koma sér vel fyrir í stofunni hans Ásgríms. Hópurinn myndar hring og safnkennari býður þau velkomin. Þá er Ásgrímur kynntur til sögunnar og nokkrir af hans persónulegu munum skoðaðir ásamt listaverkum sem prýða stofuna og svefnherbergið hans. Safnkennari hvetur börnin til að taka virkan þátt í samtali og spyrja spurninga.

Vinnustofan hans Ásgríms er á efri hæð íbúðar og þar má sjá sýninguna Korriró og Dillidó, þjóðsagnamyndir. Börnin skoða sýninguna og velta fyrir sér sögum um drauga, álfa og tröll.

Að lokum fá börnin að spreyta sig sjálf á teikningum þar sem verk Ásgríms veita þeim innblástur. Teikningarnar taka þau með sér heim að lokinni heimsókn.

Heimsóknin tekur um klukkustund og miðað er við að hópar séu ekki stærri en 20 manns.

Hægt er að bóka tíma á mennt@listasafn.is


As

Korriró og dillidó - þjóðsagnamyndir ásgríms jónssonar

Safn Ásgríms Jónssonar,
Bergstaðastræti 74

Aldur: Grunnskóli og framhaldsskóli

Heimsókn á heimili og vinnustofu Ásgríms Jónssonar myndlistarmanns við Bergstaðastræti 74. Ásgrímur skipar mikilvægan sess í íslenskri listasögu sem brautryðjandi nútímalistar á Íslandi enda oft kallaður „faðir íslenskrar landslagslistar. Á vinnustofunni er sýning á þjóðsagnamyndum listamannsins, sagnararfi sem enn lifir og varpar ljósi á líf fólks í harðbýlu landi fyrr á öldum þar sem náttúruöflin leika stórt hlutverk. Ásgrímur var fyrstur íslenskra listamanna til að myndgera sögurnar en sjálfur ólst hann upp við lestur þeirra.

Markmið heimsóknar

 • Að nemendur kynnist hugtökum á borð við: Myndlist, þjóðsögur, sýning og safn.
 • Að nemendur nái tengingu við menningararf sinn og íslenska listasögu.
 • Að nemendur fái innsýn inn í heim listamanns, heimili hans og vinnustofu.

Heimsóknin

Tekið er á móti hópnum á Bergstaðastræti 74. Þá er Ásgrímur kynntur til sögunnar og nokkrir af hans persónulegu munum skoðaðir ásamt listaverkum sem prýða stofuna og svefnhergið hans. Safnkennari hvetur nemendur til að taka virkan þátt í samtali og spyrja spurninga.

Vinnustofan hans Ásgríms er á efri hæð íbúðar og þar má sjá sýninguna Korriró og Dillidó, þjóðsagnamyndir. Nemendur skoða sýninguna og velta um leið fyrir sér íslenskum þjóðsögum.

Heimsóknin tekur um klukkustund og miðað er við að hópar séu ekki stærri en 20 manns.


Hægt er að bóka tíma á mennt@listasafn.is


Lso Sjón er sögu ríkari


Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
Laugarnestangi 70

Allur aldur

Á sýningunni eru fjölbreytt verk eftir Sigurjón sem hann gerði á árunum 1933 – 1982. Þetta eru natúralísk verk, abstraktsjón og frumdrög að nokkrum lykilverkum listamannsins.

Sýningin hefur fjölþættan tilgang; að vekja almenna athygli á heildarskrá verka Sigurjóns á vefsíðu safnsins og benda kennurum á möguleika sem felast í því að nýta sér fræðsluefnið og koma á safnið með nemendum til að skoða verkin og njóta leiðsagnar um sýninguna.

Markmið heimsóknar

 • Að nemendur kynnist hugtökum á borð við þrívíð verk, skúlptúr, höggmyndir.
 • Að nemendur auki skilning sinn á aðferðum og efnisnotkun listamanna.
 • Að nemendur kynnist verkum Sigurjóns Ólafssonar.
 • Að nemendur öðlist þekkingu og skilning á því viðamikla ferli sem á sér stað í listsköpun.

Heimsóknin

Tekið er á móti nemendum í anddyri Listasafns Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70 og þeir boðnir velkomnir í heimsókn. Þá er safnið kynnt og farið yfir almennar safnareglur. Nemendur eru hvattir til að spyrja spurninga og æfa sig í samtali um listsköpun, verkferla og efnisnotkun listamanna. Tengja verkin við umhverfi sitt, sögu og menningu.

Heimsóknin tekur um klukkustund og miðað er við að hópar séu ekki stærri en sem nemur einum bekk, eða um 25 nemendur.

Hér má finna hlekk inn á rafrænt kennsluefni í tengslum við Safn Sigurjóns Ólafssonar.

Hægt er að bóka tíma á mennt@listasafn.is