LET US KEEP OUR OWN NOON, 2013

17.11.2016

Innsetning á fjörutíu og sjö brons bjöllum, sem bræddar eru úr franskri kirkjuklukku frá árinu 1742.

Sýning á verki David Horvitz í Listasafni Íslands er liður í samstarfi safnsins við alþjóðlegu listahátíðina Sequences, sem fagnar nú 10 ára afmæli sínu. Hátíðin verður haldin í október 2017 og sýningarstjóri áttundu útgáfu hennar, Sequences VIII, er Margot Norton.

Let us keep our own noon (2013) samanstendur af 47 bjöllum, sem mótaðar eru í smækkaðri mynd úr bronsi franskrar kirkjuklukku frá árinu 1742. Verkið var virkjað af þátttakendum, sem hringdu bjöllunum samtímis í safnrýminu laugardaginn 19. nóvember 2016 klukkan 13:13, þegar sólin var staðsett nákvæmlega fyrir ofan safnbyggingu Listasafns Íslands. 

Titillinn er fenginn úr 19. aldar fyrirsögn greinar úr Boston Evening Transcript sem fjallaði um mótmæli þar í borg gegn stöðlun tíma, sem krafist hafði verið af járnbrautarfyrirtækjum. Með vísun til hverfandi notkunar á staðsetningartíma í afstöðu við sól, minnir verkið okkur á að hrynjandi hins daglega lífs okkar er ekki eingöngu ákvarðaður af okkur, hefðum okkar og staðsetningu, heldur einnig af alþjóðlegum öflum.

Listamaðurinn David Horvitz hefur ekki aðeins áhuga á þeim breytingum sem fólust í innleiðingu samræmdra tímabelta á heimsvísu – kerfa sem færðu okkur frá því að reikna út tíma í afstöðu við sólu og gerði okkur háð samstilltu gangverki armbandsúra, heldur einnig áhuga á möguleikanum á að snúa þessari þróun við. Við það að dreifa kirkjuklukkunni og hljóði hennar veitir hann hverjum þátttakanda vald til að hafa áhrif á hljóð tímans og til að hafna stöðluðum mælingum og birtingarmyndum.

Mynd: David Horvitz, Let Us Keep Our Own Noon, frá innsetningu verksins á sýningunni ”Good luck with your natural, combined, attractive and truthful attempts in two exhibitions" í Crac Alsace, í sýningarstjórn Filipa Oliveira og Elfi Turpin, 18.06 – 20.09.2015. Með góðfúslegu leyfi listamannsins og Chert Lüdde, Berlín. 

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17