A KASSEN - PALLBORÐSUMRÆÐUR

10.2.2015

Í framhaldi af opnun sýningarinnar „A Kassen Carnegie Art Award 2014“ efnir Listasafn Íslands til pallborðsumræðna um falsanir og frumverk - laugardaginn 14. febrúar kl. 15 við Fríkirkjuveg 7.Umræður munu fara fram á ensku.

Sýningin „A Kassen Carnegie Art Award“ er heildartjáning hugtaka, sem undirstrikar ekki aðeins eina heldur margar merkingar: frumleika og framleiðslu listar; valdastöður í listaheiminum; hugmyndir um verðmæti og eignarrétt; höfundarréttarsamninga og hnattrænar stefnuskrár.

Þátttakendur í pallborðsumræðunum eru sýningarstjóri og aðstandendur sýningarinnar:

A Kassen (Christian Bretton-Meyer, Morten Steen Hebsgaard, Søren Petersen og Tommy Petersen). 

Jonatan Habib Engqvist, sýningarstjóri „A Kassen Carnegie Art Award 2014,“ Davíð Örn Halldórsson, sem var valinn til Carnegie sýningarinnar ásamt Einari Garibalda Einarssonar og hlaut sérstök verðlaun og styrk frá Carnegie 2013. Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands.in english

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17