Á afmælisdegi Valtýs Péturssonar 27. mars, fór fram afhending á listaverkum úr Listaverkasafni Valtýs Péturssonar.
Í erfðaskrá Herdísar Vigfúsdóttur, ekkju Valtýs óskar hún þess að þau listaverk sem Valtýr lét eftir sig verði gefin til safna.Söfnin sem tóku við gjöfinni voru Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur, Gerðarsafn, Listasafn Árnesinga, Hafnarborg, Listasafn Háskóla Íslands og Listasafn Akureyrar.
Einnig voru verk gefin til Grenivíkur sem er fæðingarstaður Valtýs.Listaverkin sem eru á annað þúsund talsins eru frá öllum tímabilum í listferli listamannsins.