ÁHRIFAKONUR FJALLA UM ÁHRIFAKONUR

24.3.2015

Með um 70 verkum eftir 30 íslenskar listakonur, fæddum á árunum 1823 til 1940, bregður sýningin KONUR STÍGA FRAM ljósi á vitundarvakningu kvenna hér á landi og baráttu þeirra fyrir aukinni  hlutdeild í sögu íslenskrar myndlistar. Numið er staðar við þá kynslóð kvenna, sem fædd var fyrir lok fimmta áratugarins í ljósi þess að vitundarvakning þeirrar kynslóðar er enn að verki. Þetta er kynslóð mjög meðvitaðra kvenna, sem leita á nýjar slóðir til að takast á við óhefðbundna miðla og óhefðbundnar hugmyndir um stöðu listarinnar, stöðu og sérstöðu kvenna sem listamenn og láta til sín taka sem mótendur nýrrar listmenningar.

Í þetta skiptið eru þær Ragnheiður Jónsdóttir, Sigríður Björnsdóttir og Sigrún Guðjónsdóttir (Rúna) með gestum safnsins og ræða um menntun sína, umhverfi og leiðir þeirra í listinni.nánarprenta frétt

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17