NORDIK 2015 MAPPING UNCHARTED TERRITORIES

12.5.2015

Dagana 13. – 16. maí 2015 verður haldin alþjóðleg ráðstefna í Reykjavík á sviði listfræðarannsókna. Yfirskrift ráðstefnunnar er Mapping Uncharted territories  (Kortlagning ókannaðra svæða). Á ráðstefnunni er fjallað um alþjóðlegar rannsóknir og verkefni á sviði norrænnar lista- og hönnunarsögu og sérstaklega horft til jaðarsvæða, en sífellt færist meiri þungi listfræðarannsókna til staða sem liggja utan miðju stórborga eða kerfisbundinna miðstöðva menningarlífsins, sem hingað til hefur gjarnan verið viðmið alls.

Ráðstefnan er haldin í húsakynnum Háskóla Íslands og í Norræna húsinu og er fjöldi þátttakenda um 200-220 manns. Fjallað er um fjölbreytt rannsóknarefni í 39 málstofum en þrjú til fjögur erindi eru í hverri málstofu. Þrír gestir hafa þegið boð um að halda meginerindi, það eru þau Gavin Jantjes myndlistarmaður og sýningarstjóri, Terry Smith prófessor við Háskólann í Pittsburg og Charlotte Bydler lektor í listasögu við Södertörn háskólann í Svíþjóð. Skoða má nánar dagskrá ráðstefnunnar og upplýsingar um skráningu á heimasíðu NORDIK — norrænu listfræðinefndarinnar: http://nordicarthistory.org/ 

Ráðstefnan er haldin af Norrænu listfræðanefndinni en í henni eiga sæti fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum. Ráðstefnan er sú ellefta í röðinni en rúm 30 ár eru frá því að fyrsta NORDIK listfræðaráðstefnan var haldin. Þetta er í fyrsta skipti sem Íslendingar bjóða til ráðstefnunnar. Auk Norrænu listfræðanefndarinnar standa Háskóli Íslands, Listaháskóli Íslands og Listfræðafélag Ísland að ráðstefnunni í samvinnu við Listasafn Íslands, Hönnunarsafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur, Listahátíð í Reykjavík og Norræna húsið.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17