ANDRÝMI Í LITUM OG TÓNUM - Bel Canto

5.6.2020

Listasafn Íslands og Íslenski Flautukórinn standa fyrir hádegistónleikaröð í Listasafni Íslands. Boðið er upp á fjölbreytta tónlist til þess að vinda ofan af vinnuvikunni og endurræsa skilningarvitin.Tónleikar í Listasafni Íslands, laugardaginn 6. júní kl. 12:10.Aðgangseyrir á safnið gildirPamela De Sensi flautaGuðríður St. Sigurðardóttir píano

A. Longo Suite op. 68- Allegro moderato- Andantino- PrestoV. Bellini Sonata- Largo- AllegroG. Donizetti Sonata í C dúr- Largo- AllegroTónleikarnir eru styrktir af Tónlistarsjóði MenntamálaráðuneytisinsHugmyndin með Andrými í litum og tónum er að fólki gefist kostur á að eiga nærandi stund við samtal milli sjónlistar og tónlistar.„Við verðum að endurheimta tímann sjálfan. Slíta hugsunina um hámarks afköst, „tíminn er peningar“ og gefa tímanum rými til að streyma í öfuga átt - til okkar.Við verðum að taka tímann aftur inn í okkur til að leyfa meðvitundinni að anda og óreiðukendum hugum okkar að staldra við og hljóðna. Þetta getur listin gert og söfn í nútímanum rúmað.“-Það er tími til að hægja á taktinum í deginum og gefa sér næði til að njóta gersema og gloría.Markmið samstarfs Íslenska flautukórsins og Listasafns Íslands er að koma á samtali milli safnkosts listasafnsins og sýninga þess við tónlistarlífið í landinu. Ætlunin er að færa gesti listasafnsins og tónlistarunnendur saman í nýrri upplifun í listasafninu þar sem tónlist og myndlist kallast á. Víkka út sjónarhorn listarinnar frá myndrammanum að öllu rýminu sem býr í skynjun okkar. Íslenski flautukórinn býr yfir mikilli tónlistarlegri vídd og flytur tónlist frá öllum tímabilum tónlistarsögunnar. Með hádegistónleikaröðinni er lögð áhersla á að nýta flautuna sem kammerhljóðfæri og má þar heyra tónlist í samspili við önnur hljóðfæri og smærri hljóðfærasamsetningar, allt niður í einleiksverk.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)