ANDRÝMI Í LITUM OG TÓNUM

27.11.2018

Hádegistónleikar Íslenska flautukórsins, föstudaginn 30. nóvember kl. 12:10 í Listasafni Íslands. 

Efnisskrá:

J. S. Bach (1685 - 1750): Sónata í C - dúr BWV 1033Andante – PrestoAllegroAdagioMenuet 1 – Menuet 2 Camille Saint-Saëns (1835 - 1921): Rómansa op. 37

Gabriel Fauré (1844 - 1925): Fantasie op. 79

 

Flytjendur:

Hafdís Vigfúsdótti,r flauta

Kristján Karl Bragason, píanó

Hafdís Vigfúsdóttir lauk burtfararprófi í flautuleik frá Tónlistarskóla Kópavogs, B.Mus. gráðum frá Listaháskóla Íslands og Konunglega Konservatoríinu í Den Haag í Hollandi, sem og fjórum diplómum í flautuleik og kammertónlist frá Konservatoríinu í Rueil-Malmaison í Frakklandi, auk mastersgráðu frá Tónlistarháskólanum í Osló. Árið 2010 hlaut Hafdís önnur verðlaun í “Le Parnasse”, alþjóðlegri tónlistarkeppni í París. Hafdís hefur komið fram sem einleikari með Íslenska flautukórnum, Kammersveit Reykjavíkur, Ungfóníu, Sinfóníuhljómsveit áhugamanna og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hafdís hefur frá því hún flutti heim gegnt lausamennsku við Sinfóníuhljómsveit Íslands, hljómsveit Íslensku óperunnar og Kammersveit Reykjavíkur og leikur einnig reglulega kammertónlist af ýmsu tagi, m.a. með kvartettnum Stirni Ensemble.

Kristján Karl stundaði fyrst píanónám á Dalvík og Akureyri og svo við Tónlistarskólann í Reykjavík. Sumarið 2005 var Kristján skiptinemi við Staatliche Hochschule für Musik í Stuttgart hjá prófessor Shoshana Rudiakov. Þá lærði hann í fjögur ár í Frakklandi og lagði svo stund á mastersnám í Hollandi og lauk prófum frá Conservatorium Maastricht vorið 2012. Kristján hefur sótt námskeið og einkatíma hjá ýmsum píanóleikurum, m.a. Peter Máté, Diane Andersen, Jean-Claude Pennetier, Abdel Rahman El-Bacha og Thérèse Dussaut. Kristján hlaut árið 2000 fyrstu verðlaun í framhaldsflokki í fyrstu píanókeppni Íslandsdeildar EPTA. Á námsárunum var hann tvívegis einn af styrkþegum Minningarsjóðs um Birgi Einarson apótekara. Kristján hefur m.a. komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins í píanókonsert nr. 1 eftir Brahms og haldið einleikstónleika í Tíbrárröðinni í Salnum í Kópavogi. Kristján er meðleikari og píanókennari við Listaháskóla Íslands, Menntaskóla í tónlist og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

 

 

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17