ANDRÝMI Í LITUM OG TÓNUM

29.1.2015

Á tónleikunum sem bera yfirskriftina Sanctuary – Griðarstaður með vísun í málverkið Sanctuary eftir Jón Óskar, verður flutt frönsk tónlist eftir þá C. Saint-Saëns, G. Fauré og F. Poulenc.

Aðgangur er ókeypis. Sjá efnisskrá tónleikana hér.

Íslenski flautukórinn og Listasafn Íslands standa fyrir hádegistónleikaröð í Listasafni Íslands. Síðasta föstudag hvers mánaðar er boðið upp á fjölbreytta tónlist til þess að vinda ofan af vinnuvikunni, stilla hugann af fyrir helgina og endurræsa skilningarvitin. 

Að tónleikunum loknum býður Kaffistofa listasafnsins upp á hádegisverðartilboð. 

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17