Íslenski flautukórinn og Listasafn Íslands standa fyrir hádegistónleikaröð í Listasafni Íslands. Síðasta föstudag hvers mánaðar er boðið upp á fjölbreytta tónlist til þess að vinda ofan af vinnuvikunni, stilla hugann af fyrir helgina og endurræsa skilningarvitin. Að tónleikunum loknum býður Kaffistofa listasafnsins upp á hádegisverðartilboð.
Aðgangur er ókeypis.
Flytjendur:Berglind Stefánsdóttir, flautaHallfríður Ólafsdóttir, flautaSigurgeir Agnarsson, selló
Joseph Haydn (1732-1809)Lundúnartríó I-Allegro moderato-Andante-Finale. Vivace
Franz A. Hoffmeister (1754-1812)Concertante Sonate fyrir tvær flautur-Allegro-Aria, poco Adagio-RondoJoseph Haydn (1732-1809)Lundúnartríó III -Spiritoso-Andante-AllegroÞað er tími til að hægja á slættinum í deginum og gefa sér næði til að njóta gersema og gloría.prenta frétt