ANDRÝMI Í LITUM OG TÓNUM

24.8.2017

Andrými í litum og tónum, föstudaginn 24. nóvember kl. 12:10. Íslenski flautukórinn og Listasafn Íslands standa fyrir hádegistónleikaröð í Listasafni Íslands. Síðasta föstudag hvers mánaðar er boðið upp á fjölbreytta tónlist til þess að vinda ofan af vinnuvikunni og endurræsa skilningarvitin.Aðgangur er ókeypis. Efnisskrá föstudaginn 24, nóvember:

Flytjendur:Björn Davíð Kristjánsson, flautaÞórarinn Sigurbergsson, gítar

Frá Fukushima til Kentish:K. Fukushima: MeiOliver Kentish: Úr Petite Suite fyrir flautu og gítar:PréludeSarabandeGigueF. M. Veracini: Largo úr Sonate op. 2 nr. 6.J. S. Bach: Sarabande út Sellósvítu nr. 3.R. Sierra: Primera Crónica del Descubrimiento: Leyenda Taína DanzaPiazzolla: Bordel 1900 úr Histoire du Tango

Hugmyndin með Andrými í litum og tónum er að fólki gefist kostur á að eiga nærandi stund við samtal milli sjónlistar og tónlistar. „Við verðum að endurheimta tímann sjálfan. Slíta hugsunina um hámarks afköst, „tíminn er peningar“ og gefa tímanum rými til að streyma í öfuga átt - til okkar. Við verðum að taka tímann aftur inn í okkur til að leyfa meðvitundinni að anda og óreiðukendum hugum okkar að staldra við og hljóðna. Þetta getur listin gert og söfn í nútímanum rúmað.“ - Bill Viola Tónleikaröðin er styrkt af Tónlistarsjóði Menntamálaráðuneytisins.  Það er tími til að hægja á taktinum í deginum og gefa sér næði til að njóta gersema og gloría.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)