ANDRÝMI Í LITUM OG TÓNUM - „RAMMAR“

19.3.2018

Íslenski flautukórinn og Listasafn Íslands standa fyrir hádegistónleikaröð í Listasafni Íslands. Síðasta föstudag hvers mánaðar er boðið upp á fjölbreytta tónlist til þess að vinda ofan af vinnuvikunni og endurræsa skilningarvitin.Aðgangur er ókeypis.FlytjandiPamela De SensiEfnisskrá Elin Gunnlaugsdóttir (1965- )Albúm fyrir altflautu og lúppu (2015)Haraldur Sveinbjörnsson (1975- )

Lög/Layers fyrir kontrabassalfutu og lúppu (frumflutningur)Gunnar Andreas Kristinsson (1976- )Rammar/Frames fyrir kontrabassaflautu og lúppu (frumflutningur)Hugmyndin með Andrými í litum og tónum er að fólki gefist kostur á að eiga nærandi stund við samtal milli sjónlistar og tónlistar.„Við verðum að endurheimta tímann sjálfan. Slíta hugsunina um hámarks afköst, „tíminn er peningar“ og gefa tímanum rými til að streyma í öfuga átt - til okkar.Við verðum að taka tímann aftur inn í okkur til að leyfa meðvitundinni að anda og óreiðukendum hugum okkar að staldra við og hljóðna. Þetta getur listin gert og söfn í nútímanum rúmað.“- Bill ViolaFacebook viðburður https://www.facebook.com/events/917900725058506/

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17