ANDRÝMI Í LITUM OG TÓNUM - SMÁPERLUR<br>HÁDEGISTÓNLEIKAR ÍSLENSKA FLAUTUKÓRSINS

1.12.2016

Íslenski flautukórinn og Listasafn Íslands standa fyrir hádegistónleikaröð í Listasafni Íslands. Síðasta föstudag hvers mánaðar er boðið upp á fjölbreytta tónlist til þess að vinda ofan af vinnuvikunni og endurræsa skilningarvitin. Að tónleikunum loknum býður Kaffistofa listasafnsins upp á hádegisverðartilboð.

Philippe Gaubert ( 1879-1941)

Deux Esquisses

I Soir sur la plaine

II Orientale

RomanceSicilienneFantaisie: Moderato, quasi fantasia- Vif

Petrea Óskarsdóttir, flautaÞórarinn Stefánsson, píanóEfnisskráin skartar smáperlum fyrir þverflautu og píanó eftir franska tónskáldið og flautuleikarann Philippe Gaubert (1879-1941). Þessi tónlist var samin í upphafi 20.aldar og á millistríðsárunum. Verkin eru rómantísk og hugljúf tækifæristónlist. Petrea Óskarsdóttir þverflautuleikari og Þórarinn Stefánsson píanóleikari eru kennarar í Eyjafirði og virk í tónlistarlífi landsins. Petrea er leiðandi flautuleikari Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og kemur fram á ýmsum tónleikum þess utan. Hún leikur reglulega með Íslenska flautukórnum og er núverandi formaður hópsins.Þórarinn er einnig virkur þáttakandi í tónleikahaldi af ýmsu tagi og hefur gefið út bækur og geisladisk með íslenskri tónlist.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17