ANDRÝMI Í LITUM OG TÓNUM „TAL Í TÓNUM“

26.5.2015

Íslenski flautukórinn og Listasafn Íslands standa fyrir hádegistónleikaröð í Listasafni Íslands. Síðasta föstudag hvers mánaðar er boðið upp á fjölbreytta tónlist til þess að vinda ofan af vinnuvikunni, stilla hugann af fyrir helgina og endurræsa skilningarvitin. Að tónleikunum loknum býður Kaffistofa listasafnsins upp á hádegisverðartilboð.

Efniskrá föstudaginn 29.maí 2015

 Joseph Bodin de Boismortier (1689-1755)

Konsert í a-moll op.15/2Allegro – Largo – Allegro

 Erland von Koch (1910-2009)

Cantilena

Joseph Bodin de Boismortier (1689-1755)

Konsert í D-dúr op. 15/3Allegro – Adagio – Allegro

Erland von Koch (1910-2009)

Marcia populare nr 1

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17