• Íslenski flautukórinn

Andrými í litum og tónum - tónleikar í Listasafni Íslands

Íslenski flautukórinn og Listasafn Íslands standa fyrir hádegistónleikaröð í Listasafni Íslands. Fyrsta laugardag hvers mánaðar er boðið upp á fjölbreytta tónlist til þess að vinda ofan af vinnuvikunni og endurræsa skilningarvitin.


Aðgangseyrir á safnið gildir.
Frítt fyrir meðlimi Selmuklúbbsins.

Flytjendur:
Karen Erla Karólínudóttir, flauta
Pamela De Sensi, flauta

Efnisskrá:

B. T. Berbiguier. (1872-1838)

Grand Dúó nr. 1 op 61 Larghetto - allegro agitato

Larghetto poco andante

Finale - allegro spirutoso e poco prestoGoffredo Petrassi (1904-2003)

Dialogo Angelico fyrir tvær flauturEugéne Bozza (1905-1991)

Évocations fyrir tvær flautur

Chant Dans Un Paysage Triste

Danse de ShivaAlberto Ginastera (1916-1983)

Duó fyrir tvær flautur

I Sonata

II Pastorale

III Fuga

Tónleikarnir eru styrktir af Reykjavíkurborg

Hugmyndin með Andrými í litum og tónum er að fólki gefist kostur á að eiga nærandi stund við samtal milli sjónlistar og tónlistar.

„Við verðum að endurheimta tímann sjálfan. Slíta hugsunina um hámarks afköst, „tíminn er peningar“ og gefa tímanum rými til að streyma í öfuga átt - til okkar.

Við verðum að taka tímann aftur inn í okkur til að leyfa meðvitundinni að anda og óreiðukendum hugum okkar að staldra við og hljóðna. Þetta getur listin gert og söfn í nútímanum rúmað.“

- Bill Viola

Tónleikaröðin er styrkt af Tónlistarsjóði Menntamálaráðuneytisins.

Það er tími til að hægja á taktinum í deginum og gefa sér næði til að njóta gersema og gloría.

In collaboration with The National Gallery of Iceland The Icelandic Flute Ensemble conducts a lunch-time concert series in The National Gallery. The concerts take place the first Saturday of each month the IFE performs chamber music programs of diverse styles.

The repertoire consists of all variations of flute chamber music, from solo flute to combinations with other instruments as for example cello or guitar. Andrými í litum og tónum means literally "A space to breathe in colors and music“ and the concept is to give individuals a chance to experience a relaxing moment of conversation between art and music.

"We have to reclaim time itself, wrenching it from the "time is money" maximum efficiency and make room for it to flow the other way - towards us.

We must take time back into ourselves to let our consciousness breathe and our cluttered minds be still and silent. This is what art can do and what museums can be in today's world."

- Bill Viola


Markmið samstarfs Íslenska flautukórsins og Listasafns Íslands er að koma á samtali milli safnkosts listasafnsins og sýninga þess við tónlistarlífið í landinu. Ætlunin er að færa gesti listasafnsins og tónlistarunnendur saman í nýrri upplifun í listasafninu þar sem tónlist og myndlist kallast á. Víkka út sjónarhorn listarinnar frá myndrammanum að öllu rýminu sem býr í skynjun okkar. Íslenski flautukórinn býr yfir mikilli tónlistarlegri vídd og flytur tónlist frá öllum tímabilum tónlistarsögunnar. Með hádegistónleikaröðinni er lögð áhersla á að nýta flautuna sem kammerhljóðfæri og má þar heyra tónlist í samspili við önnur hljóðfæri og smærri hljóðfærasamsetningar, allt niður í einleiksverk.