Auður Jörundsdóttir hefur verið ráðinn verkefnastjóri sýninga í Listasafni Íslands

23.12.2025

Auður Jörundsdóttir hefur verið ráðinn verkefnastjóri sýninga í Listasafni Íslands. Hún mun starfa með sýningarstjóra safnsins að framkvæmd sýninga í safninu og samstarfsverkefnum, bæði á landsbyggðinni og utan Íslands.  Einnig mun hún taka þátt í samstarfi safnins við ráðuneyti, sendiráð og aðrar stofnanir ríkisins.

Auður hefur starfað innan myndlistarheimsins síðustu 20 árin við góðan orðstír, lengst af hjá I8 gallerí

en síðustu 6 árin sem forstöðumaður Myndlistarmiðstöðvar þar sem hún leiddi mikilvægar breytingar í starfi miðstöðvarinnar og skipulagði þátttöku Íslands í Feneyjartvíæringnum. Auk þess hefur hún gengt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir stjórnvöld og sjálfseignarstofnanir á sviði myndlistar. Auður hefur lokið grunnámi í myndlist og arkitektúr. Hún hefur víðtæka reynslu og þekkingu og verður mikill akkur í að fá hana til starfa í Listasafn Íslands. Auður hóf störf 1. desember.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga 10–17