AUGLÝST EFTIR NÝJUM SAFNSTJÓRA LISTASAFNS ÍSLANDS

6.10.2016

Embætti safnstjóra Listasafns Íslands

Embætti safnstjóra Listasafns Íslands er laust til umsóknar. Safnstjóri stjórnar starfsemi og rekstri safnsins og mótar listræna stefnu þess. Hann ræður aðra starfsmenn safnsins og er í fyrirsvari fyrir það.

Ráðherra skipar safnstjóra Listasafns Íslands til fimm ára, sbr. 1. mgr. 4. gr. myndlistarlaga, nr. 64/2012 og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. Heimilt er að endurnýja skipunina einu sinni til næstu fimm ára.

Safnstjóri skal hafa háskólamenntun og staðgóða þekkingu á starfssviði safnsins.

Gert er ráð fyrir því að skipað verði í embættið frá og með 1. mars 2017.

Um laun og starfskjör safnstjóra Listasafns Íslands fer eftir ákvörðun kjararáðs, sbr. lög um kjararáð, nr. 47/2006, með síðari breytingum, sbr. 39. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996.

Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil sendist mennta- og menningarmálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 101 Reykjavík, eða á postur@mrn.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jens Pétur Hjaltested,jens.petur.hjaltested@mrn.is.  

Umsóknarfrestur er til og með 10. október 2016.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 16. september 2016.

sjá á starfatorgi

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17