Embætti safnstjóra Listasafns Íslands
Embætti safnstjóra Listasafns Íslands er laust til umsóknar. Safnstjóri stjórnar starfsemi og rekstri safnsins og mótar listræna stefnu þess. Hann ræður aðra starfsmenn safnsins og er í fyrirsvari fyrir það.
Ráðherra skipar safnstjóra Listasafns Íslands til fimm ára, sbr. 1. mgr. 4. gr. myndlistarlaga, nr. 64/2012 og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. Heimilt er að endurnýja skipunina einu sinni til næstu fimm ára.
Safnstjóri skal hafa háskólamenntun og staðgóða þekkingu á starfssviði safnsins.
Gert er ráð fyrir því að skipað verði í embættið frá og með 1. mars 2017.
Um laun og starfskjör safnstjóra Listasafns Íslands fer eftir ákvörðun kjararáðs, sbr. lög um kjararáð, nr. 47/2006, með síðari breytingum, sbr. 39. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil sendist mennta- og menningarmálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 101 Reykjavík, eða á postur@mrn.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jens Pétur Hjaltested,jens.petur.hjaltested@mrn.is.
Umsóknarfrestur er til og með 10. október 2016.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 16. september 2016.
sjá á starfatorgi