auglýst eftir rekstraraðilum fyrir kaffistofu listasafns íslands

18.4.2018

Leitað er eftir áhugasömum rekstraraðilum til að taka að sér rekstur kaffihúss í safninu á Fríkirkjuvegi 7. Kaffihús í söfnum eru í dag sívaxandi þjónustuþáttur við safngesti og reynslan hefur sýnt að mikill meirihluti safngesta kannar það sem er á boðstólum á kaffihúsinu á ferð sinni um safnið. Gert er ráð fyrir að rekstraraðili eigi í skapandi samtali við stjórnendur safnsins með það sameiginlega markmið að gestir safnsins séu ánægðir með veitta þjónustu.

Hafir þú áhuga á að sækjast eftir rekstri kaffihússins okkar, vinsamlegast hafðu samband við Önnu Maríu Urbancic, anna@listasafn.is  til að fá afhentar upplýsingar um þau matsgögn sem þarf að útfylla og skila.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17