AUGLÝST ER EFTIR SÝNINGARSTJÓRA FULLVELDISSÝNINGAR 2018

6.11.2017

Sýningarstjóri fullveldissýningar 2018Með þingsályktun 13. október 2016 samþykkti Alþingi hvernig skyldi minnast aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands á árinu 2018. Samkvæmt ályktuninni skal m.a. stofnað til sýningar til að minna á grundvöll íslenskrar menningar og forsendur sjálfstæðis og fullveldis þjóðarinnar. Verkefnisstjórn um sýningu í Listasafni Íslands í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands árið 2018 auglýsir eftir sýningarstjóra.Um er að ræða verkefni á listrænu og sögulegu sviði. Markmið og efni sýningarinnar er að minnast 100 ára fullveldis með því í fyrsta lagi að fjalla um aðdraganda fullveldis og forsendur þess, og í öðru lagi að rekja meginatburði í 100 ára sögu fullveldisins og draga fram lykilatriði í samfélagsþróuninni. Þetta verður gert með því að sýna mikilvæg handrit, skjöl og listaverk sem sýna þessa sögu beinlínis eða tengjast henni með skýrum hætti. Sýningin verður í einum sal í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg. Hún verður opnuð í júlí á næsta ári og stendur í fimm mánuði. 

Verkefni sýningarstjóra er:• að leiða vinnu við gerð og uppsetningu sýningarinnar.• að stýra vinnu við mótun og framsetningu sýningarefnis. • að semja handrit að sýningunni í samstarfi við fulltrúa safnanna, þar með talið val á efni og gerð sýningartexta.Um er að ræða tímabundið starf í fjóra mánuði. Sýningarstjóri ræður hönnuð og vinnur náið með verkefnisstjórn. Stefnt er að því að sýningarstjóri hefji störf fljótlega eftir ráðningu.

Hæfniskröfur: • Reynsla af sýningarstjórn og uppsetningu sýninga, sögulegra eða listrænna. • Reynsla af og þekking á fjárhagslegu utanumhaldi verkefna.• Menntun og reynsla sem nýtist í verkefninu.• Góð tök á íslensku, ensku og dönsku.• Hæfni í ritun texta.• Rík skipulagshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.Í verkefnisstjórn eru Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður og Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands.Senda skal umsóknir á netfangið sigurborg.stefansdottir@arnastofnun.is. Umsókn um starfið þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem greint er frá ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Vottorð um menntun fylgi. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Laun eru skv. kjarasamningum BHM og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs.Allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Stofnun Árna Magnússonarí íslenskum fræðum, sigurborg.stefansdottir@arnastofnun.is, og í síma 525 4010.Umsóknarfrestur er til 16. nóvember nk. 

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17