BARNAMENNINGARHÁTÐ Í Listasafn Íslands

9.4.2015

Fjölbreyttir viðburðir verða á Barnamenningarhátíð í Listasafni Íslands, listasmiðja, leiðsagnir og fræðsluefni. Ásdís Sif Gunnarsdóttir heldur utanum listasmiðju þar sem sjónum verður beint að videolist, leiðsögn verður um safn Sigurjóns Ólafssonar fyrir sjónskert og blind börn og fjölskyldur þeirra, gagnvirkni er allsráðandi í verkefninu GLOBALE, verk unnið í samvinnu nemenda Austurbæjarskóla og Kristinu Petrosiute verður sýnt í fræðsluhorni safnsins, fullorðnir fá frítt inn í fylgd barna og ýmis verkefni verða fyrir fjölskyldur að leysa í heimsókn þeirra á safnið. Í Safni Ásgríms Jónssonar verður stefnumót við listamann -Ásgrímssmiðja, þar sem börn kynnast lífi og starfi listmálarans Ásgrími Jónssyni.Sjá hér dagskrá á heimasíðu Barnamenningarhátíðar

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17