BARNAMENNINGARHÁTÍÐ Í LISTASAFNI ÍSLANDS

24.4.2017

Listasmiðja fyrir miðstig í grunnskóla.
Miðvikudaginn 26. apríl klukkan 11:00. 
Hugmyndin er sú að kennarar komi með nemendahópa í heimsókn á safnið á skólatíma. 

Smiðjan byggir á vídeóverkinu Með þökk frá árinu 2002 eftir Gjörningaklúbbinn. 
Horft verður á verkið og umræðum stjórnað að því loknu, en verkið býður upp á skemmtilegar umræður. Verkefni smiðjunnar er einnig að teikna sögur sem byrja á endanum - Í upphafi skal endirinn skoða. 

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17