BARNAMENNINGARHÁTÐ Í Reykjavík

18.3.2015

Fjölbreyttir viðburðir verða á Barnamenningarhátíð í Listasafni Íslands, listasmiðja, leiðsagnir og fræðsluefni. Í Listasafni Íslands verður listasmiðja í samstarfi við Vasulka-stofu þar sem sjónum verður beint að videolist, gagnvirkni er allsráðandi í verkefninu Iconuu sem er hluti af samstarfsverkefni Vasulka-stofu við ZKM í Karlsruhe sem heldur hátíðina GLOBALE þar sem gestir safna í ólíkum löndum leggjast á eitt við að skapa og í fræðsluhorninu verður sýnt verk unnið í samvinnu nemenda Austurbæjarskóla og  Kristinu Petrosiute. Fullorðnir fá frítt inn á safnið í fylgd barna og ýmis verkefni verða fyrir fjölskyldur að leysa í heimsókn þeirra á safnið. Í safni Ásgríms Jónssonar verður Ásgrímssmiðja milli 15 - 16 sunnudaginn 26. apríl, leiðsögn fyrir börn og skjásýning með teikningum nemenda á Laufásborg. Í Listasafni Sigurjón Ólafssonar verður leiðsögn um safnið fyrir sjónskert og blind börn og fjölskyldur þeirra sunnudaginn 26. apríl klukkan 13-14, Verið velkomin á Barnamenningarhátíð í Listasafni Íslands, safni Ásgríms Jónssonar og Listasafni Sigurjóns Ólafssonar.   

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17