Björn Steinar Pálmason ráðinn fjármála- og mannauðsstjóri til Listasafns Íslands

10.2.2021

Björn Steinar Pálmason ráðinn fjármála- og mannauðsstjóri til Listasafns Íslands

Björn Steinar var valinn úr hópi 50 umsækjenda um starf fjármála- og mannauðsstjóra. Hann er viðskiptafræðingur og hefur lokið MBA námi frá Háskólanum í Edinborg, auk þess að hafa háskólagráðu í sagnfræði frá HÍ og alþjóðlegt próf í verkefnastjórnun.

Björn hefur að baki 20 ára starfsreynslu sem stjórnandi. Hann hefur m.a. verið framkvæmdastjóri fjármála hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og var bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar 2010-2014 en hafði áður verið skrifstofu- og fjármálastjóri Grundarfjarðarbæjar og Sveitarfélagsins Álftaness. Hann hefur einnig unnið við innri endurskoðun og reikningshald í bankakerfinu.

Listasafn Íslands býður Björn Steinar velkominn til starfa. 

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17