Út er komin vönduð bók um Valtý Pétursson listmálara. Bókin inniheldur fræðilegar greinar eftir Önnu Jóhannsdóttur og Jón B. K. Ransu um listferil Valtýs og störf hans sem listgagnrýnanda auk fjölda ljósmynda af listaverkum. Bókin er gefin út af Listasafni Íslands í samvinnu við Listaverkasafn Valtýs Péturssonar. Ritstjóri er Dagný Heiðdal.
Bókin er á sérstöku tilboðsverði í Safnbúð listasafns Íslands.