FREYJUJAZZ // MARÍNA OG MIKAEL

24.8.2017

Freyjujazz í Listasafni Íslands 31. október kl. 12:15. 

Marína & Mikael er íslenskur jazz dúett sem stofnaður var í Conservatoríunni í Amsterdam haustið 2014. Að honum standa söngkonan Marína Ósk Þórólfsdóttir, nýútskrifuð frá Conservatoríunni og gítarleikarinn Mikael Máni Ásmundsson sem heldur nú inn á sitt lokaár í skólanum. Frá fyrstu æfingu var ljóst að ekki væri aftur snúið. Kristaltær rödd Marínu smellpassaði við litadýrðina í spilamennsku Mikaels og hefur þétt, músíkalskt samspil og sameiginlegur áhugi á jazz tónlist leitt til fjölda framkoma og tónleika, bæði á Íslandi og í Hollandi. Í haust senda þau svo frá sér sína fyrstu plötu "Beint heim". Efnisskráin samanstendur jazz standördum í akústískum og skemmtilegum útsetningum Mikaels, með íslenskum, persónulegum og oft hnyttnum textum eftir Marínu. 

Með þessari tónleikaröð gerum við konur í jazzi sýnilegri og aukum á fjölbreytnina. Listasafn Íslands býður upp á skemmtilegt umhverfi til að njóta tónlistar í húsi tileinkuðu list. Kaffihús safnsins mun verða með hádegistilboð á tónleikadögum sem eru þriðjudagar.

Allir tónleikar á tónleikaröðinni Freyjujazz eru á Listasafni Íslands, Fríkirkjuvegi 7, hefjast kl 12:15 og standa í ca 30 mínútur.Miðaverð/tkts 1500 IKR og frítt inn fyrir grunnskólabörn/free for chlldren

 

 

 

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17