DUO HARPVERK –TÓNLEIKAR Í LISTASAFNI ÍSLANDS

19.10.2016

Duo Harpverk –tónleikar í Listasafni Íslands.

Sunnudaginn 23. október kl. 14.00 mun Duo Harpverk frumflytja tónlist eftir spænska tónskáldið, Brian Martinez og Rusty Banks sem kemur frá Bandaríkjunum en báðir verða þeir viðstaddir flutninginn í Listasafni Íslands. Á dagskránni verður einnig verk eftir Gunnar Andreas sem nefnist: Passacaglia frá árinu 2012. Að auki munu þau flytja tónverkið Málverk eftir tónskáldið Harald V. Sveinbjörnsson sem byggt er á tónsmíðum listmálarans, Ásgríms Jónssonar (1876-1958). 

Duo Harpverk sem skipað er slagverksleikaranum Frank Aarnink og hörpuleikaranum Katie Buckley hefur pantað og flutt um 30 verk eftir tónskáld frá Íslandi, Danmörku, Englandi, Ástralíu og Bandaríkjunum. Þau hafa lagt sérstaka áherslu á hvetja ung íslensk tónskáld til dáða. Þessi útsetning á hluta tónsmíða Ásgríms var sérstaklega saminn fyrir flytjendurna og til heiðurs listmálaranum og upphaflega flutt á afmælisdegi hans 4. mars í Safni Ásgríms Jónssonar. Á þessum tónleikum verður frumflutt verk sem er númer 150 í röð verka sem samið hefur verið fyrir Duo Harpverk.  Ókeypis aðgangur er að tónleikunum í Listasafni Íslands sem fara fram í sal 1. www.duoharpverk.com

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17