• lógó gluggi

ERU LÁGMYNDIR LÁGAR?

Krakkaklúbburinn Krummi í Listasafni Íslands
Laugardaginn 14. september  kl. 14 - 16

ERU LÁGMYNDIR LÁGAR?

Listaverk Huldu Hákon veita innblástur til sköpunar lágmynda sem við búum til úr spýtum í allskonar litum! Hér fær ímyndunaraflið sannarlega lausan tauminn!

----------------------------

Krakkaklúbburinn Krummi stendur fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í hverjum mánuði þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafns Íslands, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi.
Krakkaklúbburinn Krummi er fyrir börn á öllum aldri!

Með stofnun krakkaklúbbsins vill Listasafn Íslands veita börnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til þess að njóta góðra stunda saman á safninu. Dagskráin er vönduð og öllum er velkomið að taka þátt, sér að kostnaðarlausu.