Fimmtudagurinn langi

23.6.2020

Í sumar býður fjöldi safna og sýningarstaða í miðbænum upp á lengdan opnunartíma síðasta fimmtudagskvöld í júní, júlí og ágúst. Þá er tilvalið að bregða sér af bæ og skoða fjölbreyttar listasýningar, kíkja við á vinnustofum listamanna, heimsækja listamannarekin rými, gallerí og söfn – og upplifa líflega myndlistarsenu miðborgarinnar! Enginn aðgangseyrir og boðið verður upp á ýmsar óvæntar uppákomur. Að auki verða sérstök tilboð á ýmsum kaffi- og veitingahúsum þessi fimmtudagskvöld. Dagskrána er að finna hér að neðan. Verið öll velkomin!

DAGSKRÁ fyrir 27. ÁGÚST:Listasafn Reykjavíkur – KjarvalsstaðirYfirstandandi sýningar: Allt sem sýnist – Raunveruleiki á striga 1970-2020 og Jóhannes S. Kjarval: Hér heima.Kl. 20:00: Leiðsögn um Allt sem sýnist – athugið að vegna fjöldatakmarkana er skráning nauðsynleg á heimasíðu safnsinsNúllið Gallerý, Bankastræti 0Sýningaropnun: Anika L. Baldursdóttir, MENDA II.Wind and Weather Window Gallery, Hverfisgata 37Yfirstandandi sýning: Freyja Elíf, Millihlustargátt.Gallerí Port, Laugavegur 23Lokahóf sýningar: Elli Egilsson, EfnisþættirListasafn Íslands, Fríkirkjuvegur 7Kl. 18:00 Listaganga um sunnanvert Skólavörðuholthttps://www.facebook.com/events/579907576227876/Samband Íslenskra myndlistarmanna, Hafnarstræti 16Sýningaropnun:Samsýning listamanna sem hafa dvalið og starfað í gestavinnustofum SÍM í Ágúst 2020.Listamenn: Yuki Nakamura, Chris Dake-Outhet, Takashi Hokoi, Sandra Kazlauskaite, Terhi Nieminen, Wolf von Kries, Janna Kangas, Tamara Hernandez Ledesma.Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús, Tryggvagata 17Yfirstandandi sýning: Gilbert & George: The Great Exhibition, og Erró: SæborgKl. 17:00 og 20:00: leiðsagnir um Gilbert & George sýninguna í Hafnarhúsi – – Athugið að vegna fjöldtakmarkana er skráning nauðsynleg á heimasíðu safnsins.Marshallhúsið, Grandagarður 18:– NýlistasafniðYfirstandandi sýning: Ásta Ólafsdóttir – Hjartsláttur, yfirlitssýningKl. 19:00: Myndmál III, ljóðaleiðsögn með Hallgrími Helgasyni og Anton Helga Jónssyni.– Kling & BangYfirstandandi sýningar: Aniara Omann, Porous Tomorrow, og María Rún Þrándardóttir, HverfandiKl. 20:00: Aniara Omann: Performatíft listamannaspjall og leiðsögn.– Studio Ólafur ElíassonYfirstandandi sýning á verkum Ólafs Elíassonar.Hverfisgallerí er með opið til kl. 21:00.Langir fimmtudagar eru styrktir af Sumarborginni, Reykjavíkurborg.#fimmtudagurinnlangi

 

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17