Mynd frá afhendingu verðlauna í Grósku þann 17. mars. Myndin sýnir vefsvæði Listasafns Íslands og viðurkenningu um gullverðlaun.

Vefsvæði Listasafns Íslands fékk gullverðlaun FÍT

18.3.2023

Vefsvæði Listasafns Íslands fékk gullverðlaun FÍT (Félag íslenskra teiknara) í gærkvöldi við hátíðlega athöfn í Grósku. Við erum ákaflega stolt af heimasíðu safnsins og óskum Steinari Inga Farestveit og Júlíu Runólfs ásamt öllum hjá Kolibri innilega til hamingju með verðlaunin. Við þökkum ykkur fyrir skapandi samstarf og hlökkum til að vinna áfram með ykkur.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17