Freyjujazz // Gulla Ólafsdóttir
27. júní kl. 12:15 - Listasafn Íslands Söngkona Gulla Ólafsdóttir syngur lög eftir franska kvikmyndaskáldið Michel LeGrand. Gulla hefur unnið við radd- og söngþjálfun m.a. í Borgarleikhúsinu, The Voice og kennir við Tónlistarskóla FÍH. Með henni leika Vignir Þór Stefánsson á píanó ogLeifur Gunnarsson á kontrabassa.
Tónleikarnir eru í Listasafni Íslands, Fríkirkjuvegi 7 og hefjast sem fyrr segir kl. 12:15. Tónleikarnir standa í um það bil 30 mínútur. Aðgangseyrir er 1500 og frítt inn fyrir grunnskólabörn.
Með þessari tónleikaröð gerum við konur í jazzi sýnilegri og aukum á fjölbreytnina. Listasafn Íslands býður upp á skemmtilegt umhverfi til að njóta tónlistar í húsi tileinkuðu list.
Listrænn stjórnandi er Sunna Gunnlaugs.
https://www.facebook.com/freyjujazz/
Andrými í litum og tónum - Tónleikar Íslenska Flautukórsins
Á tónleikum Andrýmis föstudaginn 30. júní flytur Berglind Tómasdóttir eigin verk fyrir flautur og rafhljóð af væntanlegri plötu Windshapes.
Berglind María Tómasdóttir er flautuleikari og tónskáld sem vinnur þvert á miðla. Í verkum sínum leitast hún við að kanna ímyndir og erkitýpur sem og tónlist sem félagslegt fyrirbæri. Sem flautuleikari hefur Berglind komið fram á hátíðum víðs vegar í Bandaríkjunum og á Íslandi. Hún hefur jafnframt leikið inn á fjölda hljóðrita, meðal annars sem einleikari ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Vladimir Ashkenazy. Verk Berglindar hafa meðal annars verið pöntuð og flutt á vegum Flautusamtaka Bandaríkjanna (The National Flute Association), Norrænna músíkdaga, Myrkra músíkdaga og Listahátíðar í Reykjavík. Berglind stundaði nám í flautuleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og Konunglega danska konservatoríið og lauk doktorsprófi í flutningi samtímatónlistar frá Kaliforníuháskóla í San Diego árið 2013. Berglind er dósent við Listaháskóla Íslands.Tónleikarnir eru styrktir af Tónlistarsjóði Menntamálaráðuneytisins.Íslenski flautukórinn og Listasafn Íslands standa fyrir hádegistónleikaröð í Listasafni Íslands. Síðasta föstudag hvers mánaðar er boðið upp á fjölbreytta tónlist til þess að vinda ofan af vinnuvikunni og endurræsa skilningarvitin. Að tónleikunum loknum býður Kaffistofa listasafnsins upp á hádegisverðartilboð.Aðgangur er ókeypis.
Vikulegir sumartónleikar hefjast 4. júlí í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar og verða á þriðjudagskvöldum klukkan 20.30 fram í ágúst.
Sjá dagskrá hér.
upplýsingar um viðburði framundan.