FJÖLSKYLDULEIÐSÖGN UM SÝNINGUNA: SAGA –ÞEGAR MYNDIR TALA

9.6.2015

Börn og fullorðnir leysa skemmtileg verkefni sem tengjast safninu og sýningunni Saga –þegar myndir tala.Björg Erlingsdóttir, verkefnastjóri fræðsludeildar, leiðir svo gesti um sýninguna þar sem allir fá að njóta sín. 

Á sýningunni má sjá valin verk fjölda íslenskra samtímamyndlistarmanna auk nokkurra erlendra er endurspegla frásagnarþáttinn í íslenskri sjónmenningu. Sýningin var sýnd í Kunsthalle Recklinghausen 2014 og verður sýnd í KUMU; Samtímalistasafninu í Tallinn, Eistlandi nú í haust. Verkin á sýningunni eru valin af safnstjóra Listasafns Íslands, Halldóri Birni Runólfssyni og þýskum sýningarstjóra, Norbert Weber, og endurspeglar valið þá sýn á íslenska menningu sem hið glögga gestsauga getur veitt. Sýningin varpar ljósi á menningu þjóðar, frá innstu hugarfylgsnum til pólitískra átaka.

Sýningin er framlag Listasafns Íslands til Listahátíðar í Reykjavík.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17