ÍSLENSKI FLAUTUKÓRINN - TÓNLEIKAR Í LISTASAFNI ÍSLANDS

27.5.2019

ANDRÝMI Í LITUM OG TÓNUMTónleikar í Listasafni Íslands, laugardaginn 1. júní kl. 12:10. Aðgangseyrir á safnið gildirListasafn Íslands og Íslenski Flautukórinn standa fyrir hádegistónleikaröð í Listasafni Íslands. Boðið er upp á fjölbreytta tónlist til þess að vinda ofan af vinnuvikunni og endurræsa skilningarvitin.Flytjendur: Duo VerumKristrún Hega Björnsdóttir, þverflautaÞröstur Þorbjönsson, gítar

Ernst Gottlieb Baron (1696-1760)

Sónata í G-dúrAllegroAdagioPresto

Maurice Ravel (1875-1937)Pavane pour une infante défunte

Sébastien Vachez (1973)La ballade d´Irina

1. La complainte du Naufragé2. Un ange3. Dance du retour

Listasafn Íslands og Íslenski Flautukórinn standa fyrir hádegistónleikaröð í Listasafni Íslands. Boðið er upp á fjölbreytta tónlist til þess að vinda ofan af vinnuvikunni og endurræsa skilningarvitin. Ætlunin er að færa gesti listasafnsins og tónlistarunnendur saman í nýrri upplifun í listasafninu þar sem tónlist og myndlist kallast á. Íslenski flautukórinn býr yfir mikilli tónlistarlegri vídd og flytur tónlist frá öllum tímabilum tónlistarsögunnar. Með hádegistónleikaröðinni er lögð áhersla á að nýta flautuna sem kammerhljóðfæri og má þar heyra tónlist í samspili við önnur hljóðfæri og smærri hljóðfærasamsetningar, allt niður í einleiksverk.

Tónleikaröðin er styrkt Reykjavíkurborg.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)