Freyjujazzinn og Sendiráð Þýskalands bjóða til hádegistónleika.
Tvær þýskar jazzkonur sækja okkur heim í boði Sendiráðs Þýskalands á Íslandi. Saxofónleikarinn Theresia Philipp og bassaleikarinn Clara Däubler, og koma fram á hádegistónleikum miðvikudaginn 5. desesember frá 12:10-12:50 í Listasafni Íslands. Clara Däubler er fjölhæf og eftirsóttur bassaleikari og hefur leikið með Julia Hülsmann, Angelika Niescier, Nils Wogram, Heinrich Köbberling, Ed Kröger og NDR Radio Philharmonics. Hún hefur komið fram í fjölmörgum löndum Evrópu og einnig Kanada og Bandaríkjunum. 2017 hlaut hún Junger Münchner Jazzpreis og Jazz Prize Hannover með Fynn Großmann Quintet. Theresia Philipp er saxofónleikari og atkvæðamikill fulltrúi yngri kynslóðarinnar. Hún sækir innblástur til Ornette Coleman, Chris Speed og Hayden Chisholm. Með Däbler og Philipp leika Sunna Gunnlaugs á píanó og Scott McLemore á trommur. Á efnisskránni verða frumsamin verk meðlima í bland við standarda. Ókeypis er á tónleikana sjálfa en aðgangseyrir er á sýningar safnsins.