FREYJUJAZZ // SARA BLANDON

5.4.2017

Sara Blandon var valin bjartasta vonin í flokki jazz á Íslensku Tónlistarverðlaununum en hún lauk burtfararprófi frá FÍH 2016 og kom fram á Jazzhátíð Reykjavíkur sama ár. Hún syngur hér vel valin lög eftir konur. Með henni leikur Sara Mjöll Magnúsdóttir á píanó.

Tónleikarnir eru í Listasafni Íslands, Fríkirkjuvegi 7 og hefjast sem fyrr segir kl. 12:15. Tónleikarnir standa í um það bil 30 mínútur.

Aðgangseyrir er 1500

Með þessari tónleikaröð gerum við konur í jazzi sýnilegri og aukum á fjölbreytnina. Listasafn Íslands býður upp á skemmtilegt umhverfi til að njóta tónlistar í húsi tileinkuðu list.

Listrænn stjórnandi er Sunna Gunnlaugs.

https://www.facebook.com/freyjujazz/

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17