FREYJUJAZZ // ANNA GRÉTA SIGURÐARDÓTTIR

27.2.2017

Píanistinn Anna Gréta Sigurðardóttir kemur fram á næstu tónleikum Freyjujazz í Listasafni Íslands 4. apríl kl 12:15.  Anna Gréta sem stundar framhaldsnám í jazzpíanóleik í Stokkhólmi var valin bjartasta vonin á Íslensku Tónlistarverðlaununum 2014 og var fulltrúi Íslands á Young Nordic Jazz Comets í Umeå síðasta ár. Með Önnu Grétu leikur faðir hennar saxofónleikarinn Sigurður Flosason sem er öllum íslenskum tónlistarunnendum kunnugur. Saman ætla þau að taka fyrir tónsmíðar kvenna á borð við Carla Bley, Joni Mitchell og Önnu Grétu sjálfa. 

Tónleikarnir eru í Listasafni Íslands, Fríkirkjuvegi 7 og hefjast sem fyrr segir kl 12:15. Tónleikarnir standa í um það bil 30 mínútur. Aðgangseyrir er 1500

Með þessari tónleikaröð gerum við konur í jazzi sýnilegri og aukum á fjölbreytnina. Listasafn Íslands býður upp á skemmtilegt umhverfi til að njóta tónlistar í húsi tileinkuðu list.

Kaffihúsið í Listasafni Íslands verður með hádegistilboð að tónleikum loknum.

Listrænn stjórnandi er Sunna Gunnlaugs.

https://www.facebook.com/freyjujazz/

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17