• Freyjujazzinn 2019

FREYJUJAZZ - SIGURDÍS SANDRA

fimmtudaginn 11. júlí kl. 17:15 í listasafni Íslands

Sigurdís Sandra lauk námi í jazzpíanóleik frá Tónlistarskóla FÍH vorið 2017. Hún hefur látið á sér bera í íslensku tónlistarlífi og meðal annars komið fram á Jazzhátíð Reykjavíkur og samið og útsett verk fyrir Stórsveit Reykjavíkur. Hún er nú búsett í Danmörku þar sem hún stundar framhaldsnám við Syddansk Musikkonservatorium.

Á tónleikunum flytur Sigurdís eigin verk í bland við þekkt þjóðlög sem hún hefur útsett.

Tónlistin flokkast sem mínimalísk þar sem fallegar melódíur og stórir hljómar fá að njóta sín.

Með Sigurdísi spila bassaleikarinn Leifur Gunnarsson og trommu- og slagverksleikarinn Matthías Hemstock

Tónleikarnir hefjast kl. 17:15

Aðgangseyrir er 2000 krónur.