FREYJUJAZZ - SIGURDÍS SANDRA

3.7.2019

Sigurdís Sandra lauk námi í jazzpíanóleik frá Tónlistarskóla FÍH vorið 2017. Hún hefur látið á sér bera í íslensku tónlistarlífi og meðal annars komið fram á Jazzhátíð Reykjavíkur og samið og útsett verk fyrir Stórsveit Reykjavíkur. Hún er nú búsett í Danmörku þar sem hún stundar framhaldsnám við Syddansk Musikkonservatorium.Á tónleikunum flytur Sigurdís eigin verk í bland við þekkt þjóðlög sem hún hefur útsett.Tónlistin flokkast sem mínimalísk þar sem fallegar melódíur og stórir hljómar fá að njóta sín. Með Sigurdísi spila bassaleikarinn Leifur Gunnarsson og trommu- og slagverksleikarinn Matthías Hemstock

Tónleikarnir hefjast kl. 17:15

Aðgangseyrir er 2000 krónur.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17