FREYJUJAZZINN Í LISTASAFNI ÍSLANDS

18.6.2019

Freyjujazzinn í Listasafni Íslands hefur göngu sína á ný og verður í allt sumar á fimmtudögum frá kl. 17:15 - 18.

Á næstu tónleikum Freyjujazz kemur fram píanistinn Helga Laufey Finnbogadóttir ásamt tríói sínu. Helga Laufey útskrifaðist frá Sweelinck tónlistarháskólann í Amsterdam 1994 og kennir jazzpíanó við Tónlistarskólann á Seltjarnarnesi. Á efnisskránni verða jazzópusar eftir m.a. Cedar Walton, Chick Corea og Oscar Peterson í bland við frumsamið efni og þjóðlög í nýjum búningi. 

Með henni leika Guðjón Steinar Þorláksson á kontrabassa og Erik Qvick á slagverk.

Tónleikarnir hefjast fimmtudaginn 27. júní kl. 17:15 og standa til 18:00.

Aðgangseyrir er 2000 krónur.

facebook.com/freyjujazz

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17