Fullveldi á föstudegi, 19. október kl. 15. Kosningar og lýðræði - áhugaverð erindi þriggja fræðimanna og pallborðsumræður. Dagskrá: 15:00 - 15:15Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur: Sambandslagakosningin og þröskuldar. Hvað ef danska stjórnarskráin hefði gilt á Íslandi 1918?15:15 -15:30Ragnheiður Kristjánsdóttir sagnfræðingur: Hverjir gátu kosið? Um formlegar og óformlegar takmarkanir kosningaréttar á fyrstu árum fullveldisins.15:30-15:45 Unnar Rafn Ingvarsson sagnfræðingur: Þjóðaratkvæðagreiðslan 1918. Konur kjósa utan kjörfundar.Málþingsstjóri er Njörður Sigurðsson sviðsstjóri á Þjóðskjalasafni Íslands.
Gestum gefst einnig kostur á að skoða sýninguna Lífsblómið - Fullveldi Íslands í 100 ár, sem er samstarfsverkefni Listasafns Íslands, Þjóðskjalasafns Íslands og Stofnunar Árna Magnússonar. Aðgangseyrir á safnið gildir.