Sunnudaginn 17. maí kl. 14.00 - 14.40 í tilefni íslenska og alþjóðlega safnadagsins verður fluttur fyrirlestur í Safni Ásgríms Jónssonar við Bergstaðastræti 74.
Rakel Pétursdóttir, deildarstjóri við Listasafn Íslands/Safn Ásgríms Jónssonar mun rekja þróun listar Ásgríms í fyrirlestrinum Stiklur úr starfi listmálara, Ásgrímur Jónsson 1876 - 1958. Nánar um safn Ásgríms Jónssonar