GÆÐASTUND - GÖNGUFERÐ MEÐ LEIÐSÖGN

15.7.2019

GÆÐASTUND 17. JÚLÍ KL. 14

ÚTILEIÐSÖGN

Útileiðsögn um slóðir listamanna í nágrenni Listasafns Íslands. Gönguferðinni lýkur í Safni Ásgríms Jónssonar við Bergstaðastræti 74 þar sem boðið verður upp á kaffi og bakkelsi frá Brauði og Co í fallegu umhverfi.Leiðsögnin hefst í andyri Listasafns Íslands við Fríkirkjuveg 7. 

Gæðastundir í Listasafni Íslands. Dagskráin er ætluð eldri borgurum og er samsett af sérsniðnum leiðsögnum og spjalli við sérfræðinga safnsins um myndlist, yfirstandandi sýningar og starfsemi Listasafns Íslands. Viðburðirnir skapa tækifæri fyrir gesti til að nálgast myndlistina og menningararf þjóðarinnar á margvíslegan hátt. Ávallt er boðið upp á kaffi og meðlæti á gæðastundum í Listasafni Íslands. Bakkelsið er í boði Brauðs og Co sem styrkir verkefnið.

Hámarksfjöldi gesta á hverjum viðburði er 25 manns.Hægt er að skrá sig á staka viðburði með því að senda póst á netfangið mennt@listasafn.is eða í síma 515 9600.

Aðgangseyrir á safnið gildir. Frítt fyrir meðlimi Selmuklúbbsins.

Nánari upplýsingar um viðburðina má finna á heimasíðu Listasafns Íslands, www.listasafn.is

Tengiliður dagskrár: Ragnheiður Vignisdóttir ragnheidur@listasafn.is

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)