JÓLIN KOMA

10.12.2018

Litlu jólin í safninu og jólaleiðsögn með kaffi og bakkelsi frá Brauði og Co. Fimmtudaginn 13. desember kl. 14. Vinsamlegast skráið þátttöku með því að senda póst á netfangið mennt@listasafn.is eða hringja í síma 515 -9614. Gæðastundir í Listasafni Íslands eru leiðsagnir og viðburðir í Listasafni Íslands. Dagskráin er ætluð eldri borgurum. Viðburðirnir sem haldnir eru mánaðarlega, skapa tækifæri fyrir gesti til að nálgast myndlistina og menningararf þjóðarinnar á margvíslegan hátt, bæði á fræðilegum forsendum og með óformlegum hætti, í safninu sjálfu og utan þess.

Ávallt er boðið upp á kaffi og meðlæti frá Brauði og Co á gæðastundum í Listasafni Íslands.

Aðgangseyrir á safnið gildir. 

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)