GÆÐASTUNDIR - LÍFSBLÓMIÐ: FULLVELDI ÍSLANDS Í 100 ÁR

7.8.2018

Sigrún Alba Sigurðardóttir sýningarstjóri leiðir gesti Gæðastunda um sýninguna Lífsblómið - Fullveldi Íslands í 100 ár þann 15. ágúst kl. 14.

Gæðastundir í Listasafni Íslands eru leiðsagnir og viðburðir í Listasafni Íslands. Dagskráin er ætluð eldri borgurum (+60) og er samsett af fjölbreyttum viðburðum, sérsniðnum leiðsögnum, spjalli við sérfræðinga um ákveðin listaverk, tímabil í listasögunni og valda listamenn.Viðburðirnir skapa tækifæri fyrir gesti til að nálgast myndlistina og menningararf þjóðarinnar á margvíslegan hátt, bæði á fræðilegum forsendum og með óformlegum hætti, í safninu sjálfu og utan þess.

Ávallt er boðið upp á kaffi og meðlæti frá Brauði og co. á gæðastundum í Listasafni Íslands. 

Hámarksfjöldi gesta á hverjum viðburði er 25 manns. Hægt er að skrá sig á staka viðburði með því að senda póst á netfangið mennt@listasafn.is eða í síma 515 9600.

Aðeins er greitt fyrir aðgöngumiða á safnið í hvert skipti, kr. 750.

Hér má sjá dagskrá Gæðastunda 2018

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)