Nína Sæmundsson gerði styttuna af Nonna að beiðni Menntamálaráðs árið 1958 en það var ekki fyrr en árið 1995, fyrir tilstuðlan Zontaklúbbsins á Akureyri sem eignaðist styttuna stuttu áður, sem verkið var steypt í brons og sett upp fyrir utan Nonnahús á Akureyri. Gifsmyndin frá 1958 hefur farið víða og verið geymd við misjöfn skilyrði. Styttan var talin glötuð á tímabili, en félagskonur Zontaklúbbs Akureyrar leituðu styttuna uppi og hefur hún verið varðveitt á Akureyri undanfarna áratugi. Zontaklúbburinn á Akureyri hefur nú ákveðið að gefa Listasafni Íslands gifsmynd Nínu Sæmundsson af Jóni Sveinssyni, Nonna.Nína arfleiddi Listasafn Íslands að fjölda verka sinna sem m.a. má sjá á sýningunni Nína Sæmundsson, Listin á hvörfum sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands og á vefsýningu á málverkum Nínu Sæmundsson á Sarpur.is .nánar um gjöfina