GIFSMYND NÍNU SÆMUNDSSON AF NONNA GEFIN LISTASAFNI ÍSLANDS

10.12.2015

Nína Sæmundsson gerði styttuna af Nonna að beiðni Menntamálaráðs árið 1958 en það var ekki fyrr en árið 1995, fyrir tilstuðlan Zontaklúbbsins á Akureyri sem eignaðist styttuna stuttu áður, sem verkið var steypt í brons og sett upp fyrir utan Nonnahús á Akureyri. Gifsmyndin frá 1958 hefur farið víða og verið geymd við misjöfn skilyrði. Styttan var talin glötuð á tímabili, en félagskonur Zontaklúbbs Akureyrar leituðu styttuna uppi og hefur hún verið varðveitt á Akureyri undanfarna áratugi. Zontaklúbburinn á Akureyri hefur nú ákveðið að gefa Listasafni Íslands gifsmynd Nínu Sæmundsson af Jóni Sveinssyni, Nonna.Nína arfleiddi Listasafn Íslands að fjölda verka sinna sem m.a. má sjá á sýningunni Nína Sæmundsson, Listin á hvörfum  sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands og á vefsýningu á málverkum Nínu Sæmundsson á Sarpur.is .nánar um gjöfina

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17