Gjöf til Listasafns Íslands

4.12.2025

Dúkristur eftir Ástu Sigurðardóttur

Ásta Sigurðardóttir (1930-1971) sýndi ung listræna hæfileika bæði á sviði rit- og myndlistar. Hún vakti fyrst athygli með smásögunni Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns sem birtist með myndskreytingum Ástu í tímaritinu Lífi og list árið 1951. Tíu árum síðar kom út smásagnasafn Ástu með sama nafni sem þótti mjög ögrandi og storka viðteknu siðgæði. Fjórtán dúkristur eftir Ástu prýða bókina, táknrænar myndir sem tjá og túlka textann.

Afkomendur Ástu hafa varðveitt dúkana sem hún skar út fyrir útgáfuna árið 1961 og hafa nú ákveðið að færa þá Listasafni Íslands að gjöf sem voru afhent formlega fimmtudaginn, 27.11.2026. Hluti dúkanna voru þá til sýnis ásamt grafíkmyndum í eigu Listasafns Íslands, sem grafíklistamaðurinn Guðmundur Ármann þrykkti árið 2023 eftir dúkristum Ástu að frumkvæði afkomenda hennar.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga 10–17