GÖNGUFERÐ UM SLÓÐIR ÍSLENSKRA MYNDLISTARKVENNA

24.2.2015

Gönguferð um miðborg Reykjavíkur og markverðir staðir sem tengjast sögu íslenskra myndlistarkvenna heimsóttir. 

Birna Þórðardóttir leiðir gesti milli áhugaverðra staða, þar sem sjónum verður beint að sporum kvenna í borgarlandslaginu og myndlistarsögu Íslendinga.  Gönguferðin hefst við Listasafn Íslands, Fríkirkjuvegi 7 sunnudaginn 3. maí klukkan 14:00 þaðan sem leiðin liggur um næsta nágrenni safnsins og slóðir íslenskra myndlistarkvenna. 

Að gönguferð lokinni verður sýningin KONUR STÍGA FRAM - SVIPMYNDIR 30 KVENNA Í ÍSLENSKRI MYNDLIST skoðuð með leiðsögn og viðbúið að áhugaverðar umræður verði eftir gönguferð um slóðir íslenskra myndlistarkvenna. 

Gangan er við allra hæfi. Gangan hefst klukkan 14:00 og leiðsögn í Listasafni Íslands er ráðgerð klukkan 15:30. prenta frétt

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17