Íslenski flautukórinn og Listasafn Íslands standa fyrir hádegistónleikaröð í Listasafni Íslands. Síðasta föstudag hvers mánaðar er boðið upp á fjölbreytta tónlist til þess að vinda ofan af vinnuvikunni, stilla hugann af fyrir helgina og endurræsa skilningarvitin. Að tónleikunum loknum býður Kaffistofa listasafnsins upp á hádegisverðartilboð.
Tónleikarnir eru að þessu sinni í samstarfi við Alþjóðlega flautuhátíð í Reykjavík sem stendur yfir dagana 27. - 29. mars 2015. Yfirskrift tónleikanna „Uppruni“ vísar í sérstakt samband verkanna við uppruna sinn. Britney Whitney Clark Kent er ekki dulargervi er stútfullt af tilvitnunum í flautubókmenntirnar, Sea of names fjallar um uppruna sem óhlutgerða tilveru hlutanna og sýning A Kassen sem stendur yfir í safninu er í heild sinni eftirlíking af sýningu Carnegie Art Award árið 2014. Verkin takast á við um hugmyndina um listsköpun, hver það sé sem skapar listaverk og hvenær listaverk öðlast samþykki sitt sem listaverk.Aðgangur er ókeypis.Flytjendur: Berglind María TómasdóttirMaiken Mathisen Schau, flautaTrond Schau, píanó
Lasse Thoresen (1949-) - Sea of namesCarolyn Chen(1983-) - Britney Whitney Clark Kent er ekki dulargervi
prenta frétt